Lausnir fyrir verktakann
Hér finnur þú dæmi um hvernig við hjá Flotvaka nálgumst samstarf við ólíkar fagstéttir. Textarnir hér að neðan eru raunveruleg samskipti, sniðin að þörfum hvers verktaka.
Efni
Kynningarbréf Flotvaka ehf
Skilaboð
Ágæti Múrarameistari,
Með þessu kynningarbréfi viljum við hjá Flotvaka ehf. bjóða þér að skoða hvort við getum boðið lausnir fyrir þig og þitt fyrirtæki sem auka öryggi, skilvirkni og framkvæmdarhraða í þínum verkum.
Flotvaki hefur yfir að ráða mikið magn af blásurum, rakaskiljum og lofthreinsitækjum fyrir fjölbreytt verkefni. Við bjóðum einnig upp á öfluga útsogsblásara með börkum til að bæta loftgæði á vinnustöðum. Sem dæmi hafa starfsbræður ykkar verið að nýta rakaskiljurnar hjá okkur sér til tímastyttingar á floti og múrvinnu.
Tíminn skiptir miklu máli hvort sem unnið er í nýbyggingu þar sem rakastig er hátt og þornun lítil eða þegar verið er að taka hús í gegn og fjölskyldur flytja út tímabundið. Þá koma þessi tæki sterkt inn til þess að taka raka úr byggingaefni, spartli, múr, floti og öðrum efnum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og starfsmenn Flotvaka hafa áratuga reynslu af vatnstjónum, brunatjónum, hreinsunum og matsstörfum fyrir tryggingafélög. Þeir hafa einnig sótt fjölda námskeiða um þurrkun og lyktareyðingu í húseignum, sem tryggir fagleg vinnubrögð og rétta nálgun í hverju verkefni.
Ef einhverjar spurningar vakna eða ef þið viljið fá tilboð í tæki, þurrkun eða ráðgjöf, endilega sendið okkur línu, hringið eða kíkið í kaffi til okkar í Auðbrekku 1. Við tökum alltaf vel á móti ykkur.
Efni
Kynningarbréf Flotvaka ehf
Skilaboð
Ágæti Múrarameistari,
Með þessu kynningarbréfi viljum við hjá Flotvaka ehf. bjóða þér að skoða hvort við getum boðið lausnir fyrir þig og þitt fyrirtæki sem auka öryggi, skilvirkni og framkvæmdarhraða í þínum verkum.
Flotvaki hefur yfir að ráða mikið magn af blásurum, rakaskiljum og lofthreinsitækjum fyrir fjölbreytt verkefni. Við bjóðum einnig upp á öfluga útsogsblásara með börkum til að bæta loftgæði á vinnustöðum. Sem dæmi hafa starfsbræður ykkar verið að nýta rakaskiljurnar hjá okkur sér til tímastyttingar á floti og múrvinnu.
Tíminn skiptir miklu máli hvort sem unnið er í nýbyggingu þar sem rakastig er hátt og þornun lítil eða þegar verið er að taka hús í gegn og fjölskyldur flytja út tímabundið. Þá koma þessi tæki sterkt inn til þess að taka raka úr byggingaefni, spartli, múr, floti og öðrum efnum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og starfsmenn Flotvaka hafa áratuga reynslu af vatnstjónum, brunatjónum, hreinsunum og matsstörfum fyrir tryggingafélög. Þeir hafa einnig sótt fjölda námskeiða um þurrkun og lyktareyðingu í húseignum, sem tryggir fagleg vinnubrögð og rétta nálgun í hverju verkefni.
Ef einhverjar spurningar vakna eða ef þið viljið fá tilboð í tæki, þurrkun eða ráðgjöf, endilega sendið okkur línu, hringið eða kíkið í kaffi til okkar í Auðbrekku 1. Við tökum alltaf vel á móti ykkur.
Ólíkar fagstéttir koma að tjónum á mismunandi stigum. Þess vegna eru samskipti okkar alltaf sniðin að aðstæðum, hlutverki og ábyrgð hvers verktaka.