Um okkur
Þekking og reynsla í tjónahreinsun síðan 2002
Þjónustan okkar
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar þarfir viðskiptavina okkar.
23 árí þjónustu
Flotvaki er reynslumikið fyrirtæki sem sérhæfir sig í vinnu við vatnstjón, brunatjón, hreinsanir og matsstörf fyrir tryggingafélög. Við höfum yfir að ráða tækjum og mannafla til slíkra framkvæmda og leggjum áherslu á fagmennsku, snyrtimennsku og lágmarks röskun á umhverfi.

Hæfni og reynsla starfsfólks
Vel þjálfað teymi með áralanga reynslu í meðhöndlun tjóna
Námskeið og þjálfun
Starfsmenn hafa sótt mörg námskeið um þurrkun og lyktareyðingu á húseignum til að tryggja faglega þekkingu.
Reynsla af tjónum
Mikil reynsla af vinnu við vatnstjón, brunatjón, hreinsanir og matsstörf fyrir tryggingafélög.
Samstarf við tryggingafélög
Starfsmenn hafa unnið náið með tryggingafélögum, ríki og sveitarfélögum í gegnum árin.
Fagleg vinnubrögð
Áhersla á snyrtimennsku og lágmarks röskun á umhverfi í öllum verkefnum.
Samstarf
Öflugt samstarf sem styrkir þjónustu okkar
Samstarf
Vörðufell ehf
Flotvaki er í nánu samstarfi og deilir skrifstofu með Vörðufelli ehf. Vörðufell sér um nær allan tjónamarkaðinn á Suðurlandi fyrir tryggingafélögin ásamt því að sjá um eignir hjá leigufélögum á því svæði.
Mikill samgangur er á milli félaganna og leigir Vörðufell allan sinn þurrkbúnað af okkur hjá Flotvaka.
Þetta samstarf gerir okkur kleift að veita skjótari og betri þjónustu um allt land.
Sameiginleg aðstaða
Deilum skrifstofu og aðstöðu sem auðveldar samvinnu og samskipti.
Víðtækt samstarf
Mikill samgangur milli félaganna tryggir skjóta og skilvirka þjónustu.
Samstarf sem bætir viðbragð, eykur skilvirkni og styrkir þjónustunetið.